Aukin umsvif í kvikmyndaframleiðslu er án efa ofarlega á lista yfir framtíðarmöguleika landsins ef vel og rétt er haldið á spilunum.

Latibær er líklega eitt besta dæmið um umsvifamikla framleiðslu á sjónvarpsefni. Þrátt fyrir langa og oft á tíðum vandræðalega hrakfallasögu Latabæjar er búið að reisa bæinn við og nú standa yfir tökur á þriðju seríu þáttanna. Hér er um að ræða tveggja milljarða króna innspýtingu inn í íslenskt hagkerfi og langstærsti hluti starfsmanna er íslenskur.

Íslendingar hafa auðvitað framleitt kvikmyndir í áratugi, misgóðar auðvitað. Frá árinu 2000 hafa verið framleiddar um 70 íslenskar kvikmyndir og þar af um 20 á sl. 2 árum. Íslenskar kvikmyndir eru líka farnar að vekja meiri athygli erlendis, sem síðan eykur möguleikana á því að þær skili auknum tekjum. Eitt besta dæmið er bandaríska kvikmyndin Contraband í leikstjórn Baltasar Kormáks.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.