Viðskiptablaðið hefur undanfarnar vikur fjallað um hina ýmsu möguleika sem standa Íslandi til boða til vaxtar og hagsældar í framtíðinni. Fjallað hefur verið um orkuna og olíuna, um ferðaþjónustuna, um norðurslóðir og tækifæri þar, um möguleikana í kvikmyndaframleiðslu, um helstu þætti landbúnaðarins og um samskipti okkar við Grænland og þá möguleika sem í boði eru kjósi Íslendingar að horfa í auknum mæli til nágranna okkar norðvestur af landinu. Í síðustu viku var fjallað um menntun, tækni, hugvit og þekkingu sem getur skapað okkur hagsæld á næstu árum.

Í áttunda og síðasta kafla þessarar úttektar blaðsins er fjallað um sjávarútveginn og tengdar greinar.

Þar er meðal annars fjallað um þjónustuna við sjávarútveginn. Eins og gefur að skilja krefst sjávarútvegurinn gífurlegrar þjónustu. Útgerðarfyrirtækin eru meðal stærstu kaupenda að eldsneyti hér á landi, lesendur geta rétt ímyndað sér magnið af mat og öðrum nauðsynjavörum um borð í stærri skipum auk kaupa á fatnaði, öryggisbúnaði og öðrum vörum sem nauðsynlegar eru til þess að gera út skip eða báta.

Eitthvað kostar að tryggja skip, tæki og mannskap, viðhalda endurmenntun, kosta öryggisnámskeið og þar fram eftir götunum. Þá má nefna framleiðslu á fiskikörum, veiðarfærum og öðrum þjónustuaðilum s.s. vélaverkstæðum, flutningafyrirtækjum á lofti, sjó og landi, löndunarfyrirtækjum, hafnarþjónustu, viðhald eigna o.s.frv.

Hér er stiklað á stóru en lesendur gera gert sér í hugarlund hversu umfangsmikil starfsemi fylgir sjávarútvegnum hér á landi.

Nánar er fjallað um sjávarútveginn sem einn af framtíðarmöguleikum Íslendinga til hagsældar og vaxtar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.