*

sunnudagur, 26. september 2021
Innlent 24. mars 2018 15:04

Framtíðin hyggst bjóða upp á brúarlán

Framtíðin hyggst auðvelda fasteignakaupendum að gera tilboð í nýja fasteign áður en þeir selja eigin fasteign.

Ingvar Haraldsson
Vala Halldórsdóttir nýr framkvæmdastjóri Framtíðarinnar.
Haraldur Guðjónsson

 Framtíðin lánasjóður er með nokkrar nýjar vörur í bígerð að sögn Völu Halldórsdóttur, nýs framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Við munum senn kynna brúarlán sem svarar mikilli eftirspurn á lánamarkaðnum,“ segir Vala.

Brúarlán Framtíðarinnar eru skammtímalán til einstaklinga, veitt út á eigið fé í núverandi fasteign, til kaupa á nýrri fasteign þar til eldri fasteign er seld. Þá er brúarlánið greitt upp. Með þessu móti geti einstaklingar lagt inn kauptilboð án þess að þurfa að hafa fyrirvara um sölu á eigin fasteign. „Það gerir það líklegra að kauptilboðinu verði tekið, sérstaklega ef margir eru um hituna,“ segir Vala.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.