Frans páfi mun á næstunni undirrita sáttmála sem viðurkennir Palestínuríki. Þessu greindi Vatíkanið frá í gær.

Talið er að viðurkenning páfagarðs muni hafa mikil áhrif á alþjóðlegan stuðning fyrir Palestínu. En Vatíkanið heldur því fram að besta lausnin til að stuðla að friði á svæðinu sé sú að ríkin séu tvö. Palestína hefur verið talin sem ríki í Vatíkaninu síðan árið 2012, þegar ríkið fékk aðild að Sameinuðu þjóðunum. En nú er um formlega viðurkenning að ræða.

Leiðtogar í Palestínu fögnuðu ákvörðun Frans páfa í ljósi alþjóðlegu hans og þess að Vatíkanið sé táknrænt fyri hundruði milljóna kristinna manna, meðal annars Palestínubúa, um allan heim.

NY Times greinir frá því að utanríkisráðherra Ísraels sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með ákvörðun páfagarðs og að viðurkenning ríkisins væri ekki til þess fallin að auðvelda friðarviðræður.