Stórverslun bandarísku keðjunnar Costco sem opna átti í nóvember á þessu ári mun ekki opna fyrr en í fyrsta lagi í mars árið 2017. Þetta kemur fram á Vísi í dag.

Er ástæðan sögð tæknileg atriði, einna helst vegna frágangs á kaupsamningi. Upphaflega hafði staðið til að opna verslunina á fyrri hluta þessa árs, en síðar var því frestað fram á haustið. Nú er ljóst að opnunin frestast enn frekar.

Fyrst bárust fréttir um að Costco hefði áhuga á að koma hingað til lands árið 2014, en þá vildi fyrirtækið fá leyfi til að flytja inn ferskt kjöt og selja áfengi í verslun sinni. Hvorugt leyfið fékkst, en hins vegar fengu þeir leyfi til að opna bensínstöð bæði við fyrirhugaða staðsetningu á Korputorgi og á Kauptúni í Garðabæ þar sem endanleg niðurstaða varð á að verslunin myndi opna.