Gengið hefur verið frá mjög umfangsmiklum fríverslunarsamningi milli Færeyja og Íslands, án milligöngu EFTA, og er samningurinn til umfjöllunar hjá færeyskum yfirvöldum um þessar mundir. Samningurinn nær til allra afurða og er því víðtækari en allir aðrir fríverslunarsamningar sem Ísland hefur gert. "Þegar þessi samningur öðlast gildi má segja að Færeyjar og Ísland verði eitt markaðssvæði fyrir allar vörur og alla þjónustu", segir Grétar Már Sigurðsson skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í vefriti ráðuneytisins.