Friðrik J. Arngrímsson
Friðrik J. Arngrímsson
© BIG (VB MYND/BIG)

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), ætlar að hætta hjá félaginu á næstunni. Í bréfi sem hann sendir til félaga í sambandinu. Í bréfinu segir hann að framkvæmdaráð LÍÚ muni fljótlega undirbúa ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

Friðrik segir í samtali við vb.is að hann hafi sé búinn að vera framkvæmdastjóri sambandsins í þrettán og hálft ár og nú sé góður tími til að skipta um starf. „Þá eru líka ákveðin tímamót núna í pólitíkinni og gott að nýr framkvæmdastjóri hefji samstarf með nýrri ríkisstjórn þegar hún tekur við,“ segir hann. Ekki er ljóst hvenær hann hættir störfum hjá LÍÚ, því fyrst þarf að ráða eftirmann hans. Hvað varðar næstu skref hjá Friðriki sjálfum segist hann ekki vita ennþá hvað taki við.