Borgarráð hefur samþykkt að selja Fríkirkjuveg 11 - sem oft er kennt við athafnamanninn Thor Jensen - en þar hefur Íþrótta og tómastundaráð Reykjavíkur aðsetur.

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrú greinir frá þessu á vefsíðu sinni en hann lagði tillöguna fram á fundi í morgun. Tillaga er svohljóðandi:

"Borgarráð samþykkir að fela framkvæmdasviði að undirbúa auglýsingu húseignarinnar að Fríkirkjuvegi 11 til sölu. Jafnframt að finna hentugra húsnæði fyrir starfsemi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Við val á kaupanda verður auk tilboðsverða tekið tillit til framtíðarnotkunar og sögu hússins. Borgarráð fái auglýsingu með endanlegum skilmálum til samþykktar."

Tillagan var samþykkt með atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum minnihlutans og einn sat hjá.