Í Viðskiptaþættinum í dag verður rætt við Friðrik Jóhannsson framkvæmdastjóra Burðaráss í tilefni þess að þriggja mánaða uppgjör félagsins liggur fyrir. Rætt verður við Friðrik um fjárfestingastefnu félagsins og uppbyggingu þess.

Einnig verður rætt við Eddu Rós Karlasóttur, forstöðumann greiningardeildar Landsbankans, en bankinn stóð fyrir fjölmennum morgunverðarfundi þar sem fjallað var um hátt eignarverða á Íslandi.

Í lok þáttarins kemur síðan Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka, í heimsókn og fjallar um þróun markaðarins undanfarið.