Það verður spennandi Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu í dag en þar verður meðal annars rætt við Frosta Bergsson, stjórnarformann Opinna kerfa og Svanbjörn Thoroddsen forstjóra Medicare Flögu um uppgjör félaganna. Farið verður yfir helstu niðurstöður uppgjöranna og hvað er framundan hjá fyrirtækjunum.

Greiningardeild Íslandsbanka sagði í Morgunkorni sínu í dag að stutt sé í næstu vaxtahækkun Seðlabankans og Ingólfur Bender forstöðumaður greiningardeildarinnar verður á línunni í Viðskiptaþættinum og færir rök fyrir þessari fullyrðingu.

Í lokin bregðum við okkur austur í Hveragerði og heyrum í Orra Hlöðverssyni bæjarstjóra en mikill uppgangur einkennir allt í Hveragerði um þessar mundir. Viðskiptaþátturinn hefst á Útvarpi Sögu kl. 16 á eftir.