Ríkisstjórn Íslands hefur klúðrað þessu Icesave máli fullkomlega og á að víkja. Ef hún þráast við að horfast í augu við þann kost er það skylda hvers þingmanns að fella tillögurnar.

Þetta segir Frosti Sigurjónsson, forstjóri Dohop í pistli sem birtist á síðunni AMX í gærkvöldi.

Frosti segir að ríkisstjórnin hafi gert sig seka um mörg alvarleg mistök og það muni þurfa nýja ríkisstjórn til að leysa úr deilunni við Breta og Hollendinga. Þá segir hann Íslendinga ekki eina eiga bera ábyrgð á lli einkabanka sem starfar samkvæmt evrópskum lögum.

Frosti segir ríkisstjórnina hafa látið af hendi réttinn til að sækja Breta til saka fyrir það tjón sem þeir bökuðu Íslandi [með beitingu hryðjuverkalaga. Þá hafi ríkisstjórnin sagt þinginu ósatt um framvindu mála,spunnið hræðsluáróður um afleiðingar þess að hafna samkomulagi um Icesave og nú síðast samið við Breta og Hollendinga um að fella niður verðmætustu fyrirvarana sem settir voru af Alþingi fyrr í sumar.

Sjá pistil Frosta hér.