Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sent frumvarp um heimagistingu á vegum einkaaðila til stjórnar-þingflokkanna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Frumvarpinu er ætla að stemma stigu við svartri útleigu íbúða, s.s. á AirBnB. Ragnheiður segir að frumvarpinu sé ætla að einfalda fyrirkomulag heimagistingu einkaaðila, sem eru ekki lögaðilar. Frumvarpið kveður á um að heimilt sé að leigja út heimili sitt og eina eign að auki ákveðið langan tíma. Ekki þurfi rekstrarleyfi til þess, einungis þurfi að uppfylla allar kröfur um brunatryggingar.

Eignin verður skráð og henni fengið númer sem verður þá auglýst með eigninni. Þetta auðveldi eftirlit, enda geta stjórnvöld þá leitað uppi íbúðir sem séu auglýstar án númera.