Minni yfirvinna, tilfærslur innanhúss og launafrysting eru helstu samdráttaraðgerðir sem íslensk fyrirtæki hafa gripið til á árunum eftir efnahagshrunið. Mörg stærri fyrirtæki hafa að auki sagt upp starfsfólki. Þá hafa fyrirtæki stöðvað mannaráðningar, lækkað laun stjórnenda, sagt upp starfsmönnum í einstaklingsbundnum uppsögnum eða minnkað starfshlutfall starfsmanna.

Þetta er ein niðurstaða Cranetrannsóknarinnar sem framkvæmd er af Rannsóknarmiðstöð í mannauðsstjórnun við viðskiptadeild HR. Rannsóknin byggir á spurningalista og voru 304 fyrirtæki og stofnanir í þýðinu. Svarendur voru 151. Hér að neðan má sjá yfirlit um þær aðgerðir sem fyrirtæki gripu helst til.  „Hér á landi hafa fyrirtæki og stofnanir verið líklegri til að beita óhefðbundnari aðgerðum en hópuppsögnum í niðursveiflunni,“ segir Arney Einarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvarinnar og einn höfundur skýrslunnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Aðhaldsaðgerðir í starfsmannahaldi
Aðhaldsaðgerðir í starfsmannahaldi