BBC segir frá því að FTSE-100 vísitalan hafi hækkað um 1% í viðskiptum dagsins. Að mati fréttastofunnar stafar hækkunin að öllum líkindum af því að seðlabankinn japanski lækkaði stýrivexti sína í fyrsta sinn í heil fimm ár.

Viðskiptablaðið fjallaði um þetta í morgun, en breytingin gerir japanska stýrivexti neikvæða. Þannig hermir Haruhiko Kuroda, seðlabankastjóri Japan, eftir Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu.

Asíumarkaðir hafa sveiflast til en hækkuðu að lokum eftir stýrivaxtalækkunina, eða um 2-3% hækkun upp undir lok viðskiptadagsins.