George Bush, Bandaríkjaforseti, hyggst nú taka upp viðræður við stjórnvöld í Íran. Þetta munu vera fyrstu alvöru viðræður ríkjanna eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Viðræðurnar munu fara fram í Genf í Sviss. Bandaríkin hafa einnig viðrað þann möguleika að senda erindreka til Íran á næstunni.

Bloomberg greinir frá þessu í dag.

Meginumræðuefni fundarins verður kjarnorkudeila ríkjanna en þetta er gríðarstórt skref í viðræðum ríkjanna. Íranar halda því fram að kjarnorkuáætlanir þeirra séu aðeins friðsamlegar en Bandaríkjamenn hafa dregið það í efa.

Erfitt samband Írans og Bandaríkjanna hefur haft mikil áhrif fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarin ár. Spennan hefur m.a. haft mikil áhrif á olíuverð í heiminum.

Íran er annar stærsti olíuframleiðandi í Miðausturlöndum.

Þrátt fyrir að fundurinn verði mikill sigur þá er ekki búist við að hann hafi mikil áhrif.