„Þetta er eiginlega okkar Fanfest,“ segir Kristinn Aspelund, sölu- og markaðsstjóri Marorku. Fyrirtækið heldur stóra ráðstefnu um orkustjórnun í skipum í Bláa lóninu sem hefst á miðvikudag og stendur hún yfir fram á fimmtudag. Þetta er fyrsta skiptið sem Marorka býður viðskiptavinum sinna til svo stórrar ráðstefnu en þær hafa verið minni í gegnum tíðina.

Væntanlegir eru um tuttugu gestir, viðskiptavinir Marorku. Bæði eru þetta fulltrúar íslenskra útgerða og skipaflutningafyrirtækja á borð við Eimskip. Þá koma fulltrúar tíu af umsvifamestu útgerðum í heimi. Samanlagt ráða þær yfir nokkuð hundruð skipum.

Gestir frá útgerðunum erlendu eru að mestu frá Evrópu, m.a. frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og Grikklandi.

Bláa lónið segir Kristinn einkar viðeigandi fyrir ráðstefnu Marorku:

„Það er fullt af orku þarna í kring. Það er einmitt okkar sérsvið,“ segir hann.