Verslunarráð Íslands boðar til fundar um vinnustaðasamninga fyrirtækja í fyrramáli þar sem útgerðarmenn og fulltrúar launþega skiptast á skoðunum þar sem meðal annars verður fjallað um Sólbaks-samninginn. Reynt verður að svara eftirfarandi spurningu:
Eiga vinnustaðasamningar alltaf við?
Er sjávarútvegur að dragast aftur úr varðandi vinnustaðasamninga?
Geta vinnustaðasamningar ógnað sátt á vinnumarkaði?

Frummælendur: Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður og Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ. Auk þeirra taka þátt í pallborði: Elfar Aðalsteinsson stjórnarformaður Eskju hf. og stjórnarmaður í LÍÚ og Gunnar Páll Pálsson formaður VR.