Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga mun á fimmtudaginn standa fyrir hádegisverðarfundi um peningamálastefnu og gjaldeyrishöft.

Aðalræðumenn fundarins eru Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Illugi Gunnarsson, alþingismaður en fundurinn er haldinn vegna nýrrar skýrslu Seðlabankans um peningamál.

Að framsögum loknum munu þeir Már og Illugi sitja fyrir svörum í pallborði ásamt Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, Kristínu Pétursdóttur, forstjóra Auðar Capital, Gísla Haukssyni, framkvæmdastjóra GAMMA og Ragnari Árnasyni, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands.

Fundarstjóri verður Guðrún Johnsen, lektor við Háskólann í Reykjavík. Fundurinn er öllum opinn.

Skráning fer fram á vef félagsins fvh.is.