*

föstudagur, 10. júlí 2020
Innlent 4. mars 2019 12:12

Fylgi Samfylkingarinnar dregst saman

Fylgi Samfylkingarinnar minnkar um 2% milli mánaða, en nær 17% segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag.

Ritstjórn
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Fylgi Samfylkingarinnar minnkar um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða, en nær 17% segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Breytingar á fylgi annarra framboða eru á bilinu 0,2-1,6 prósentustig og eru ekki tölfræðilega marktækar. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Fjórðungur þeirra sem taka afstöðu segist myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag, rúmlega 12% Vinstri græn, tæplega 12% Pírata, næstum 10% Viðreisn, 9% Framsóknarflokkinn, nálega 7% Miðflokkinn, 5% Sósíalistaflokk Íslands og ríflega 3% Flokk fólksins. Rösklega 12% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag og tæplega 10% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.

Fylgi við ríkisstjórnina mælist einu prósentustigi lægra en fyrir mánuði síðan, en ríflega 48% þeirra sem taka afstöðu segjast styðja hana. 

Stikkorð: Alþingi stjórnmál