Sjálfstæðisflokkurinn stekkur upp á við í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins og mælist nú með 26,9% fylgi. Í síðustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins mældist flokkurinn með tæplega 18%. Fylgi Framsóknarflokksins dettur úr ríflega 40% í rétt rúmlega 30% og er enn stærsti flokkur landsins miðað við könnunina. Fylgi annarra flokka breytist minna frá fyrri könnunum.

Samkvæmt þessari könnun fá Framsóknarmenn með 22 þingmenn og Sjálfstæðismenn með 19 þingmenn. Framsóknarflokkurinn er nú með 9 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn. Verði úrslit kosninga í samræmi við þetta fær Samfylkingin 9 þingmenn, Vinstri-græn 5 þingmenn og Björt framtíð og Píratar fjóra þingmenn hvort framboð.

Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Gunnar Helga Kristinsson stjórnmálafræðing og sagði hann að umræðan um formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, um síðustu helgi hafi haft jákvæð áhrif á fylgi flokksins.