Verði stofnun nýs flokks Evrópusinnaðra hægrimanna að veruleika gæti það tekið meira fylgi af Bjartri framtíð og Samfylkingu en Sjálfstæðisflokknum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Alls telja 20,7% kjósenda mjög eða frekar líklegt að þau myndu kjósa nýtt framboð Evrópusinnaðra hægrimanna, 52,8 prósent telja mjög ólíklegt að þau myndu kjósa framboðið og 11,4% töldu það frekar ólíklegt. Um 15,2% telja það hvorki líklegt né ólíklegt.

Þegar skoðað er hvað þeir sem segja frekar eða mjög líklegt að þeir kjósi nýtt framboð kusu í síðustu kosningum sést að stuðningur við hægrisinnaða Evrópusinna er mun meiri meðal þeirra sem kusu Samfylkinguna og Bjarta framtíð en þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn.