Í Skessuhorni sem kemur út í kvöld er sagt frá því að Borgarland, eignarhaldsfélag sem að stærstum hluta er í eigu Kaupfélags Borgfirðinga og á húsnæði Hyrnutorgs í Borgarnesi, hefur stór áform um byggingarframkvæmdir svæðinu handan götunnar við Hyrnutorg. Í viðtali við Skessuhorn segir Guðstein Einarsson, framkvæmdastjóri Borgarlands, að félagið áformi að byggja eitt til þrjú, fimm til sex hæða hús á lóðinni gegnt Hyrnutorgi við Borgarbraut.

Á neðstu hæð hússins verða verslanir og þjónustufyrirtæki en íbúðir á efri hæðunum, sem hugsaðar verða með þarfir eldri borgara í huga.