*

mánudagur, 16. maí 2022
Innlent 26. september 2018 16:11

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

Um 3% fyrirtækja landsins komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri.

Forsíða sérblaðs Viðskiptablaðsins og Keldunnar, sem kemur út í fyrramálið.
Aðsend mynd

Sérblaðið Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri fylgir Viðskiptablaðinu á morgun.  Í blaðinu er að finna lista yfir þau fyrirtæki, sem standa upp úr á Íslandi og eru þar með öðrum til fyrirmyndar í rekstri.

Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði.  Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárinu 2017. Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna, eignir yfir 80 milljónum og eiginfjárhlutfallið þarf að hafa verið yfir 20%. Auk þessa er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Að þessu sinni komast ríflega 1.100 fyrirtæki á listann eða um 3% fyrirtækja landsins.

Auk lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki eru í blaðinu fjölmörg viðtöl, greiningar og fróðlegt talnaefni.

Nánar er fjallað um málið í Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, fylgiriti Viðskiptablaðsins sem unnið var í samstarfi við Kelduna. Blaðið er opið öllum og er hægt að nálgast pdf-útgáfu hér.