Japanar hafa kynnt áform um að lækka fyrirtækjaskatt þannig að hann fari undir 30% í nokkrum þrepum. Lækkunarferlið mun hefjast á næsta ári.

Þessar skattalækkanir eru hluti af áformum Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, til þess að örva hagkerfið. Hann hét slíkum aðgerðum þegar hann tók við embætti í desember 2012. Skattur á fyrirtæki í Japan er næstum 36% hjá stærri fyrirtækjum og eru á meðal þeirra hæstu í iðnríkjum.

Meira má lesa um málið á vef BBC.