Skuldir heimila við lánakerfið voru 1.552 milljarðar króna í lok desember og höfðu aukist á fjórða ársfjórðungi um 70 milljarða króna eða 4,7%. Tólf mánaða aukning skulda þeirra var 229 milljarðar króna, eða sem svarar til 17,3% aukningar.

Atvinnufyrirtæki skulduðu lánakerfinu 3.946 milljarða krona í lok desember og var ársaukningin 28,3% sem er mun minna en ári fyrr samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum

Innlend útlán og verðbréfaeign lánakerfisins, nettó, var 5.650 milljarðar í lok fjórða ársfjórðungs 2007 og hafði aukist um 401 milljarða kr. á ársfjórðungnum, eða 7,6%. Ársaukningin til desemberloka var 1.103 milljarðar króna, eða sem svarar til 24,3%, samanborið við 1.158 milljarðar króna, eða sem svarar 34,2%, ári fyrr.