Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, sætir um þessar mundir formlegri rannsókn vegna gruns um að hafa misbeitt valdi sínu til að afla upplýsinga um framgang rannsóknar sem beindist gegn honum.

Sarkozy kom fram fyrir hönd lögreglu í París í gær eftir 15 klukkutíma yfirherslu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem fyrrverandi þjóðhöfðingi Frakklands er í handi lögreglu. En lögfræðingur Sarkozy Thierry Herzog og saksóknarinn Gilbert Azibert voru einnig rannsakaðir vegna aðildar í málinu.

Þegar um svona grun er að ræða er sakborningurinn borin fyrir dómara eftir rannsókn og ákveðið er hvort eigi að ákæra manninn en í svona málum má eiga von á sekt upp á tugi milljóna og allt að 10 ára fangelsisvist.