Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur enn einu sinni frestað afhendingu á fyrstu 787 Dreamliner vélinni, en að þessu sinni hefur afhendingunni verið frestað fram á næsta ár.

Til stóð að japanska flugfélagið All Nippon Airways fengi fyrstu Dreamliner véilna afhenta í lok þessa árs en framleiðsla vélarinn er nú tæpum þremur árum á eftir áætlun.

Í tilkynningu frá Beoing í morgun kemur fram að töfina nú megi rekja til skorts á vörum í Rolls-Royce hreyfla. Það komi til með að tefja reynsluflug vélarinnar. Þó er engu að síður gert ráð fyrir að fyrsta vélin verði afhent til notkunar í byrjun næsta árs.

Sjá tengdar fréttir um 787 Dreamliner hér að neðan.