Írland verður fyrsta evruríkið sem hættir í björgunaráætlun á vegum Evrópusambandsins. Þessi ákvörðun markar endalok kvaða sem fylgdi björgunaráætluninni en meðal þeirra voru um 250 mismunandi aðhaldsaðgerðir.

Ríkisstjórn Enda Kenny er sannfærð um að nú geti landið séð um sig sjálft enda hafa vextir á tíu ára ríkisskuldabréfum írska ríkisins lækkað í 3,5% en hæst fóru vextirnir í 15% árið 2010.

Fjármálaráðherra landsins gaf til kynna að landið þyrfti að borga um sex milljarða evra árið 2014. Hann sagði að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hætta í björgunaráætluninni myndi færa landinu aftur fjárhagslegt- og efnahagslegt frelsi.