Wow air hóf í gær áætlunarflug til Schiphol flugvallar í Amsterdam en félagið mun fljúga áætlunarflug þangað þrisvar sinnum í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga í sumar. Wow air flug einnig sitt fyrsta flug til Vilnius í Litháen í gær.

„Þessum nýja áfangastað okkar hefur verið tekið mjög vel af Íslendingum og hafa bókanir inn á sumarið gengið framar björtustu vonum,“ segir Inga Birna Ragnarsdóttir, aðstoðarforstjóri og  framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Wow air, í tilkynningu frá félaginu.

„Hollenskar ferðaskrifstofur hafa tekið okkur mjög vel og sýnt Íslandi mikinn áhuga. Samkeppnin við Icelandair hefur verið kröftug og hafa Íslendingar án vafa fundið það með lækkandi verðum til þessa áfangastaðar. Við erum komin til að vera á Amsterdam og höfum einnig skoðað það að fljúga þangað allan ársins hring.“

Þá kemur fram í tilkynningunni að Wow air mun í sumar auka tíðni sína til London og Kaupmannahafnar. Félagið mun fljúga til London 13 sinnum í viku og Kaupmannahafnar 10 sinnum í viku. Sumaráætlun félagsins verður til fjórtán áfangastaða í Evrópu.

Hér að neðan má sjá myndir frá jómfrúarflugi Wow air til Amsterdam og neðst á síðunni má sjá myndband sem birt var á vef Schiphol TV í gær.

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Wow air og Skúli Mogensen ,forstjóri Wow air, klippa á borða til að marka upphaf áætlunarflugs Wow air til Amsterdam.
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Wow air og Skúli Mogensen ,forstjóri Wow air, klippa á borða til að marka upphaf áætlunarflugs Wow air til Amsterdam.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Wow air og Skúli Mogensen ,forstjóri Wow air, klippa á borða til að marka upphaf áætlunarflugs Wow air til Amsterdam.

Airbus A320 vél Wow air fékk hátíðlegar móttökur eftir fyrsta flugið til Amsterdam. Það er gömul venja að slökkvilið viðkomandi flugvallar myndi heiðursboga með því að sprauta vatni sitt hvoru megin við vélina, hið svokallaða water salute.
Airbus A320 vél Wow air fékk hátíðlegar móttökur eftir fyrsta flugið til Amsterdam. Það er gömul venja að slökkvilið viðkomandi flugvallar myndi heiðursboga með því að sprauta vatni sitt hvoru megin við vélina, hið svokallaða water salute.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Airbus A320 vél Wow air fékk hátíðlegar móttökur eftir fyrsta flugið til Amsterdam.

Airbus A320 vél Wow air fékk hátíðlegar móttökur eftir fyrsta flugið til Amsterdam. Það er gömul venja að slökkvilið viðkomandi flugvallar myndi heiðursboga með því að sprauta vatni sitt hvoru megin við vélina, hið svokallaða water salute.
Airbus A320 vél Wow air fékk hátíðlegar móttökur eftir fyrsta flugið til Amsterdam. Það er gömul venja að slökkvilið viðkomandi flugvallar myndi heiðursboga með því að sprauta vatni sitt hvoru megin við vélina, hið svokallaða water salute.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Það er gömul venja að slökkvilið viðkomandi flugvallar myndi heiðursboga með því að sprauta vatni sitt hvoru megin við vélina, hið svokallaða water salute.

Starfsfólk Schiphol flugvallar tók vel á móti farþegum eftir fyrsta flug Wow air til Amsterdam og gaf þeim útskorna trétúlipana.
Starfsfólk Schiphol flugvallar tók vel á móti farþegum eftir fyrsta flug Wow air til Amsterdam og gaf þeim útskorna trétúlipana.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Starfsfólk Schiphol flugvallar tók vel á móti farþegum eftir fyrsta flug Wow air til Amsterdam og gaf þeim útskorna trétúlipana.

Starfsfólk Schiphol flugvallar tók vel á móti farþegum eftir fyrsta flug Wow air til Amsterdam og gaf þeim útskorna trétúlipana.
Starfsfólk Schiphol flugvallar tók vel á móti farþegum eftir fyrsta flug Wow air til Amsterdam og gaf þeim útskorna trétúlipana.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Starfsfólk Schiphol flugvallar tók vel á móti farþegum eftir fyrsta flug Wow air til Amsterdam og gaf þeim útskorna trétúlipana.

Starfsfólk Schiphol flugvallar ásamt áhöfn Wow air sem flaug fyrsta áætlunarflugið til Amsterdam.
Starfsfólk Schiphol flugvallar ásamt áhöfn Wow air sem flaug fyrsta áætlunarflugið til Amsterdam.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Starfsfólk Schiphol flugvallar ásamt áhöfn Wow air sem flaug fyrsta áætlunarflugið til Amsterdam.