*

föstudagur, 18. október 2019
Erlent 16. janúar 2015 15:54

Fyrsta fórnarlamb svissneska seðlabankans

Helsti stuðningsaðili West Ham, gjaldeyrismiðlunin Alpari, mun loka dótturfyrirtæki sínu í Bretlandi.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Gjaldeyrismiðlunarfyrirtækið Alpari mun loka skrifstofu sinni í Bretlandi eftir ákvörðun svissneska seðlabankans um að hætta að miða gengi frankans við gengi evru. Alpari er aðalstyrktaraðili úrvalsdeildarliðsins West Ham.

Í tilkynningu frá Alpari segir að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákvörðunar seðlabankans og að hluti tjónsins hefði lent á fyrirtækinu sjálfu. Þetta hafi orðið til þess að breska dótturfyrirtækið hafi þurft að óska eftir greiðslustöðvun. Breska fjármálaeftirlitið segist vinna náið með Alpari.

Ákvörðun svissneska seðlabankans kom mörgum mjög á óvart, en bankinn hafði um þriggja ára skeið fest gengi frankans gagnvart evru á 1,2. Eftir að þessari stefnu var varpað fyrir róða rauk gengi frankans upp og innan dags í gær hafði hann styrkst um ein 30%. Gengið er nú um 1,01 evra fyrir einn franka.