Mál Lýsingar gegn skuldara var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta er fyrsta málið sem þingfest er eftir úrskurð Hæstaréttar í málum um gengistryggð bílalán og tekur á vaxtakjörum lánanna.

Lýsing krefst breytinga á vaxtaákvæði  þannig að vextir miði við gjaldskrá Lýsingar. Lögmaður skuldara telur hins vegar að samningsvextir eigi að gilda.

Dómurinn mun eyða þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvaða vextir eigi að gilda um vexti af gengistryggðu bílalánunum..