Viðbrögð fjárfesta á fyrstu sekúndunum eftir opnun markaða í kjölfar birtingar Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs að morgni þriðja síðasta viðskiptadags í hverjum mánuði geta skipt miklu um ávöxtun eða tap á skuldabréfamarkaði.

Brynjar Örn Ólafsson hagfræðingur fjallar um málið í grein sinni í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Hann segir m.a. að í kjölfar birtingar Hagstofunnar hafi skuldabréfafjárfestar skamman tíma fram að opnun markaða hjá Kauphöll Íslands til að aðlaga væntingar sínar að nýbirtum upplýsingum og uppfæra tilboð sín. Umtalsvert rót geti verið í tilboðainnsetningu rétt fyrir opnun markaða þar sem hver leikmaður reynir að átta sig á leik næsta manns. Við þessar aðstæður er ekki óalgengt að fjárfestar taki tilboð sín út og setji inn ný í sífellu til samræmis við stemninguna á markaðnum.

Hann nefnir sem dæmi að 0,28% hækkun á vísitölu neysluverðs í lok janúar hafi komið fjárfestum á óvart enda hafi þeir ekki gert ráð fyrir neinni breytingu. Í kjölfarið hækkaði verð HFF150644 um 1% og verð RIKB 25 0612 lækkaði um 1,1% á fyrstu 30 sekúndunum eftir opnun markaðar.

Grein Brynjars má nálgast hér

Brynjar Örn Ólafsson
Brynjar Örn Ólafsson
© BIG (VB MYND/BIG)
Brynjar Örn Ólafsson hagfræðingur