*

fimmtudagur, 23. janúar 2020
Erlent 11. júlí 2017 18:45

Gæti haft meiri áhrif en fólk heldur

Forstjóri JP Morgan segir mikla óvissu ríkja vegna magnbundinnar íhlutunar seðlabanka heimsins.

Ritstjórn
epa

Jamie Dimon, forstjóri og stjórnarformaður bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan Chase segir að verkefnið við að vinda ofan af skuldabréfakaupum Seðlabanka heimsins sé áður óþekkt áskorun. Segir hann jafnframt að aðgerðin muni líklega hafa meiri áhrif en fólk haldi. Bloomberg greinir frá. 

Dimon sem er staddur í París, sagði á blaðamannafundi í dag að heimurinn hafi aldrei horft upp á jafn mikla magnbundinna íhlutun og þar af leiðandi aldrei séð hver áhrifin verða þegar undið verður ofan af henni. „Þetta ætti augljóslega að segja sitthvað til um áhættuna sem þessu fylgir, þar sem við höfum aldrei séð þetta áður. Við viljum halda að við vitum nákvæmlega hvað muni gerast en í raun vitum við lítið sem ekkert."

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gefið það út að bankinn hyggst byrja að vinda ofan af 4.500 milljóna dollara skuldabréfaeignum sínum sem hafa safnast upp frá því fjármálakrísan reið yfir árið 2008. Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópu og Japan sitja á skuldabréfum sem eru virði tæplega 14.000 milljóna dollara. Samkvæmt Bloomberg eru taldar líkur á því að áhrifin af sölu skuldabréfanna muni hafa áhrif á alla fjármálamarkaði. Er talið að áhrifin muni koma fram á hlutabréfa-, skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði. Þá er einnig talið líklegt þegar áhrifin muni koma fram á fasteignamarkaði.