Þróist olíuverð á svipaðan hátt og það gerði um miðjan níunda áratug bendir það til að mörg ár gætu liðið þar til olíuverð nær á ný fyrri hæðum.

Á vefsíðu Bloomberg er rifjað upp að olíuverð hrundi um 69% frá nóvember 1985 til apríl 1986 eftir að Sádi Arabar, þreyttir á framleiðslusvindli annarra OPEC ríkja, skrúfuðu frá leiðslunum af alvöru. Framboð var því mun meira en eftirspurn og var það ekki fyrr en árið 1990 sem verðið náði á sama stað og það hafði verið áður. Líkt og nú hafði hærra verð leitt til fjárfestingar í olíuborpöllum á hafi úti og leiddi hærra olíuverð fyrir árið 1985 því til varanlegrar framleiðsluaukningar, eins og hefur nú gerst með sandsteinsolíuframleiðslu í Bandaríkjunum.