Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umfangsmikil gagnaöflun vegna gjaldeyriseftirlitsins sé mikið áhyggjuefni.  Persónuvernd mun eftir helgina skila efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um gjaldeyrismál þar sem Seðlabankinn fær mjög víðtækar eftirlitsheimildir. Þetta kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í dag.

Ýmsir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og þá sérstaklega víðtækar eftirlitsheimildir Seðlabankans.