„Þessi svör eru hvorki fugl né fiskur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknaflokksins, um svar forsætisráðherra við fyrirspurn sinni á Alþingi um Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ). Þagnarskyldu var borið við í stórum hluta svarsins, meðal annars er varðaði kaupendur og seljendur eigna ESÍ og af hverjum og fyrir hve háar fjárhæðir sérfræðiþjónusta hefði verið keypt undanfarin ár. Í svarinu kemur fram að slík sérfræðiþjónusta hefði ekki verið boðin út.

„Mér finnst það verulegt umhugsunarefni hvort Seðlabankinn getur falið sig á bak við bankaleynd þegar hann höndlar með eigur almennings, fyrir almenning.“ Þá gagnrýnir hann sérstaklega að ekki séu veittar upplýsingar um aðkeypta sérfræðiþjónustu „Mér finnst það sérstaklega sérkennilegt að fá þetta svar á sama tíma og fjármálaráðuneytið er að opna bókhald ríksins. Því finnst mér skilaboðin úr Seðlabankanum ekki alveg rétt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .