Kaupendur notaðra bíla þurfa meiri vernd þar sem stór hluti af notuðum bílum er gallaður. Þetta segir sérstök nefnd í Bretlandi sem hefur skoðað sölu og kaup á notuðum bílum. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Á hverju ári eru 210 þúsund bifreiða seldar með meiriháttar göllum og átt hefur við aksturstölu hjá 180 þúsund bifreiðum. Áætlað er að um 750 þúsund bílakaupendur þurfi að kljást við einhver vandamál vegna notaðra bíla.

Nefndin leggur til að unnið sé betur að því uppræta þjófnaði á bifreiðum sem eru síðar seldar úr landi eða sem varahlutir. Einnig er lagt til að meiri upplýsingum sé safnað um notaða bíla svo hægt sé að fylgjast betur með markaðnum.