*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Innlent 24. maí 2015 17:15

Gamla myndin: Gamlir ungir sjálfstæðismenn

Árið 1981 sóttu fjölmargir ungir menn þing Sambands ungra sjálfstæðismanna — nokkrir þeirra áttu eftir að láta nokkuð að sér kveða.

Ritstjórn

SUS, Samband ungra sjálfstæðismanna, hélt sitt reglubundna þing í ágústlok 1981 og var þessi mynd tekin við það tilefni. Á henni má sjá nokkrar ungar manneskjur sem síðar áttu eftir að láta að sér kveða.

Meðal þeirra sem eru á myndinni eru þáverandi formaður SUS, Geir H. Haarde, Jón Magnússon, Kjartan Gunnarsson, Gústaf Níelsson, Anders Hansen, Þórunn Lúðvíksdóttir, Árni Sv. Mathiesen, Ólafur Helgi Kjartansson, Jón Ormur Halldórsson, Ásgeir Hannes Eiríksson, Júlíus Hafstein, Lýður Friðjónsson, Guðmundur Smári Guðmundsson, Sverrir E. Bergmann og Sigurður Sigurðarson. Myndin birtist í Morgunblaðinu 6. september 1981.

Stikkorð: gamla myndin