Þau Jón Atli Jónasson, Hallgrímur Helgason, Mikael Torfason og Oddný Sturludóttir stóðu fyir lágmenningarkvöldi á veitingastaðnum 22 og birtist mynd af þeim í Fókus, fylgiriti DV, með umfjöllun um viðburðinn. Mikael var þar kynntur sem pönkari, Jón Atli sem í meira lagi vafasamur og Hallgrímur sem uppreisnarfullur ljóðahöfundur.

Pönkarinn Mikael ætlaði að lesa upp úr bók sinni, Saga af stúlku, ásamt því að endurreisa pönkgrúppuna Mini Pönks og var Oddný honum þar til halds og trausts. Hljómsveitin Ensími tróð svo upp um kvöldið en Oddný var meðlimur hennar.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 13. júní árið 2013. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .