Síldarvinnslan í Neskaupstað varð fyrir töluverðu tjóni í september 2003 þegar nót, sem notuð var til að flytja eldislax, rifnaði og laxinn slapp út. Á myndinni sjást þeir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar og nú forstjóri Icelandair, og Smári Geirsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, skoða sinkplötu af trillu sem talin er hafa rifið netið. Myndin birtist í DV þann 3. september 2003.