Síðustu vikuna hefur verið töluvert fjallað um Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, fv. borgarstjóra og framkvæmdastjóra Eirar, eftir að upp komst um umtalsverð fjárhagsleg vandræði Eirar. Vilhjálmur er sem kunnugt er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík en hann var borgarfulltrúi í samfellt 28 ár.

Myndin, eða öllu heldur auglýsingin hér að ofan, birtist í Morgunblaðinu í nóvember 1985 en þá fór fram prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í borginni. Vilhjálmur, sem þá hafði verið borgarfulltrúi í þrjú ár, sóttist þá eftir 2. sæti á lista flokksins. Vilhjálmur fór fram undir formerkjunum „Látum verkin tala“.