Gamli Landsbankinn, sem hingað til hefur heitið Landsbanki Íslands hf., hefur fengið nýtt nafn og heitir nú LBI hf. Að því er segir í fréttatilkynningu þá var nafnabreytingin gerð vegna fyrirmæla Fjármálaeftirlitsins, sem taldi að óheimilt væri að hafa orðið „banki“ í heiti fjármálafyrirtækis í slitameðferð með takmarkað starfsleyfi. Nafnabreyting hefur hvorki áhrif á lagalega stöðu félagsins né starfsemi.

Þá segir í tilkynningunni að málefnum gamla og nýja Landsbankans hafi gjarnan verið ruglað saman í opinberri umræðu. Þess sé vænst að nafnabreytingin marki skarpari skil milli félaganna.