Matsfyrirtækið Fitch gefur Frakklandi áfram lánshæfiseinkunnina AAA. Helstu keppinautar Fitch, Standard & Poor´s og Moody´s hafa bæði lækkað lánshæfismats franska ríksins, Moody´s nú síðast í nóvember en Standard & Poor´s í janúar á þessu ári. Frá þessi greinir fréttavefur BBC.

Fitch heldur hins vegar áfram neikvæðum horfum á lánshæfiseinkunn Frakka sem gefur til kynna að einkunnin gæti lækkað innan tíðar. Á evrusvæðinu er eingöngu Þýskaland með einkunnina AAA hjá öllum þremur matsfyrirtækjunum en Bretar hafa einnig bestu einkunn.