Í skýrslu Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna (e. GAO) kemur fram að fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna (e. US Treasury) hefur gefið um 1,4 milljarð til látna aðila fyrir mistök. Frá þessu er greint á vef BBC.

Í heildina hefur efnahagur Bandaríkjanna fengið um 2,6 trilljónir dollara í innspýtingu sökum áhrifa af COVID-19 faraldursins. Hluti af því fjármagni var stílað í póst til landsmanna. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem sá um að afhenda það fjármagn, athugaði ekki dánarvottorð hjá þeim sem aðstoð fengu og hefur því hluti af fjármagninu verið sendur til einstaklinga sem eru látnir.

Í sömu skýrslu kemur fram að mikil hætta sé á PPP aðgerð Bandarískra stjórnvalda, sem veita á litlum fyrirtækjum vestanhafs fjárhagslega aðstoð sökum COVID-19, sé auðvelt að misnota.