Svissneski bankinn UBS íhugar nú hvort hann muni gefa upp nöfn u.þ.b. 20.000 vel efnaðra bandarískra viðskiptavina. Bandarísk stjórnvöld hafa undanfarið eflt rannsóknir á erlendum bankainnistæðum fólks. Frá þessu er greint á fréttaveitu Reuters. Talið er að viðskiptavinir bankans hafi komið sér undan sköttum og sparað sér þar með stórfelldar upphæðir.