Geir H. Haarde forsætisráðherra heimsótti í morgun höfuðstöðvar íslensku bankanna í Lúxemborg. Hann situr nú á fundi með forsætisráðherra Lúxemborgar Jean-Claude Juncker.

Um 150 manns starfa í Landsbankanum í Lúxemborg, um sextíu manns hjá Glitni og um 200 hjá Kaupþingi. Lítill hluti þessara starfsmanna eru Íslendingar.

Þetta er fyrri dagur heimsóknar Geirs H. Haarde til Lúxemborgar og Brussel. Síðar í dag verður Geir H. Haarde viðstaddur opnun Íslandshátíðar í Brussel. Þar verður líka Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.