Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors mun fjárfesta rúmlega einn milljarð Bandaríkjadala í tvær nýjar verksmiðjur sem staðsettar verða í Michigan-fylki. Verksmiðjurnar munu koma til með að framleiða næstu kynslóð pallbíla og þungra vörubíla.

Mikil eftirspurn hefur verið á pallbílum framleiðandans en General Motors greindi frá því að fyrirtækið hafi selt 288.000 pallbíla árið 2022, sem svaraði 38% aukningu miðað við árið þar á undan.

General Motors hefur sagt að fyrir árið 2035 muni fyrirtækið muni einungis bjóða upp á rafbíla en hefur engu að síður haldið áfram að framleiða hefðbundna pallbíla eins og Chevrolet Silverado og GMC Sierra. Talsmaður GM segir að verkefnið muni byrja á fjórða ársfjórðungi þessa árs.

Rúmleg 788 milljónir dala munu fara í Flint Assembly verksmiðjuna þar sem bílarnir verða settir saman og munu 233 milljónir renna til Flint Metal Center verksmiðjuna sem mun sjá um að framleiða íhluti.

Fjárfestingin kemur á viðkvæmum tíma en framundan eru kjaraviðræður milli bílaframleiðandans og verkalýðsfélagsins United Auto Workers. Hingað til hafa samningaviðræður átt sér stað á fjögurra ára fresti en búist er við því að viðræðurnar í ár verði þær umdeildustu í langan tíma. Starfsmenn víða um Bandaríkin hafa til að mynda verið að styrkja verkalýðsfélög sín og er mikil breyting einnig að eiga sér stað innan fyrirtækisins með skiptingu yfir í rafbíla.