Stjórn bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM), stendur nú frammi fyrir æði erfiðu verkefni. Reyna stjórnendurnir nú hvað þeir geta til þess að bjarga þessum stærsta bílaframleiðanda í heiminum.

Á fréttasíðu Reuters segir að stjórnin meti nú stöðuna því ef ekkert verður að gert þá stefni GM í gjaldþrot.

Hingað til hafa stjórnendur reynt hvað þeir geta til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot, nú er hins vegar komið svo að gjaldþrot blasir beinlínis við en GM á í verulegum lausafjárvanda.

Forstjórar GM, Ford og Chrysler bíða nú svara stjórnvalda en fyrirtækin hafa beðið um 25 milljarða bandaríkjadala innspýtingu í bílaiðnaðinn, eins og sagt hefur verið frá.