Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 0,74% í 144,5 milljóna króna veltu með hlutabréf Haga í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta veltan með bréf félags á hlutabréfamarkaði og mesta einstaka hækkun bréfa á markaði. Gengi hlutabréfa Haga stendur nú í 20,5 krónum á hlut og hefur það aldrei verið hærra.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,13%

Hins vegar lækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 0,39% og Marel um 1,16%. Gengi hlutabréfa Marel endaði í 128 krónum á hlut og hefur það ekki verið lægra síðan í byrjun árs.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,34% og endaði hún í 973,29 stigum. Heildarveltan á hlutabréfamarkaði nam 213 milljónum króna.