Hlutabréf í Marel hafa snarlækkað í dag, eða um 5,24%. Þess ber þó að geta að ekki eru mikil viðskipti að baki lækkuninni. Velta með bréf félagsins nemur  milljónum króna.

Theo Hoen, forstjóri fyrirtækisins, lét af störfum á föstudaginn og Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður var ráðinn forstjóri. Samhliða var Ásthildur Margrét Otharsdóttir kjörin stjórnarformaður.

Þegar orðrómur um ráðninguna kvisaðist út á föstudag hækkuðu bréfin um 5% í liðlega 300 milljóna króna viðskiptum. Sú hækkun virðist nú vera að ganga til baka.